Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra að stefna seljanda og kaupanda Bergs-Hugins, en Síldarvinnslan á Neskaupsstað keypti fyrirtækið seint á síðasta ári. Bæjarráð lítur svo á að í 12. grein laga um stjórn fiskveiða er mælt fyrir um þau tilvik þegar selja eigi fiskiskip til útgerðar með heimilisfesti í öðru sveitarfélagi en seljanda. Í slíkum tilvikum eigi sveitarstjórn í sveitarfélagi seljanda, forkaupsrétt að skipinu. Vestmannaeyjabæ var hins vegar á engum tíma boðinn slíkur forkaupsréttur né heldur var útgerðin boðin til kaups fyrir fárfesta og útgerðarmenn í Eyjum.