Síðustu fjögur árin hefur Ragnheiður Elín Árnadóttir veitt lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi forystu af miklum myndarskap. Á þingi hefur hún barist gegn skaðlegu fiskveiði­stjórnunarfrumvarpi ríkisstjórnar­innar, staðið vörð um grunnþjónustu í kjördæminu eins og heilbrigðis­þjónustu og löggæslu, krafist úrbóta í atvinnumálum, barist gegn skatta­hækkunum og þeirri vansæmandi meðferð sem stjórnarskrá landsins hefur fengið í meðförum ríkisstjórnar o.fl.