Ragnheiður Elín Árnadóttir er ótvíræður sigurvegari prófkjörs Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi. Ragnheiður Elín hlaut 2497 atkvæði í fyrsta sæti og 3195 atkvæði alls. Alls voru greidd 3988 atkvæði í prófkjörinu en auðir og ógildir seðlar voru 107 talsins. Athygli vekur að Árna Johnsen, þingmann er ekki að finna meða þeirra fimm sem voru efstir í prófkjörinu en Árni er að hefja sitt 23. ár sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins.