Slökkvilið Vestmannaeyja var fyrir stundu kallað út vegna elds í einbýlishúsi við Heiðarveg 64. Eldur hafði komið upp á háalofti hússins en íbúar þess urðu varir við reyk og kölluðu á slökkviliðið. Vel gekk að slökkva eldinn sem hefði getað orðið mun meiri samkvæmt slökkviliðsstjóra.