Björgun ehf., sem m.a. hefur séð um dýpkun í Landeyjahöfn, hefur keypt Skandia af Íslenska Gáma­félaginu. Búið er að semja við Björgun um dýpkun í Landeyja­höfn til næstu tveggja ára og voru kaupin á Skandia liður í þeim samningi. Skandia var í kjölfarið siglt til Reykjavíkur þar sem unnið er að endurbótum, þar sem m.a. á að setja hliðarskrúfur í skipið.