Guðmundur Alfreðsson, flugmaður, flaug í gær, 4. febrúar yfir Landeyjahöfn og hafði meðferðis upptökuvél. Myndbandið úr ferðinni má sjá hér að neðan en aðstæður við höfnina voru mjög slæmar. Í gær, þegar myndbandið var tekið, var meðalvindhraði um 10 metrar á sekúndu og ölduhæð í kringum fjóra metra samkvæmd öldudufli við höfnina.