Lögreglan kom ekkert að þessu máli og var það fólk á vegum Vinnslustöðvarinnar sem tók fíkniefnaprófin á föstudaginn. Það er þó langt í frá í óþökk lög­reglunnar sem lítur framtakið frekar jákvæðum augum. Lög­reglan hefur þó aðstoðað við leit um borð í skipum Vinnslustöðv­arinnar þegar þess hefur verið óskað.