Sjómannafélagið Jötunn hefur í samráði við stjórnendur Vinnslustöðvarinnar samið við SÁA um senda ráðgjafa til Eyja. Er þeim ætlað að ræða við sjómennina ellefu sem Vinnslustöðin sagði upp í vikunni. Á þeim fundust leifar af fíkniefnum eftir þvagprufur. Valmundur Valmundsson, formaður sjómannafélagsins Jötuns sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun, umræddir sjómenn sem náðst hefði í, hefðu tekið vel í hugmyndin og myndu þá hugsanlega opnast möguleikar á endurráðningu, svo fremi að þeir vili bæta ráð sitt.