Á síðustu vikum hefur umræða um einelti í samfélaginu verið áberandi. Borgarstjórinn í Reykjavík taldi að árásir á borgarafundi væri hægt að túlka sem einelti og margir urðu ósammála hans orðum. Vafasamt er að skilgreina það sem borgar­stjór­inn upplifði sem einelti og vafasamt að hægt sé að nota það orð um póli­tískar rökræður á íbúafundum. Þó er rétt að að einelti er víða að finna í íslensku samfélagi og menningu. Uppnefni og háðsvísur fyrri tíma eru skemmtileg heimild um mannlíf á Íslandi en um leið endurspegla þær að ekki hafa allir þegnar samfélagsins verið metnir að verðleik­um.