ÍBV tók á móti Selfossi í N1 deild kvenna í dag í Eyjum. 13 stig skildu liðin að í deildinni þegar leikurinn hófst en ÍBV var í þriðja sæti deildarinnar fyrir leikinn, með 19 stig en Selfoss í níunda sæti með 6. Það var því ekki búist við að leikurinn yrði jafn eða spennandi, eins og raunin varð. ÍBV vann 31:17 eftir að staðan í hálfleik var 15:9.