Nú hefur Herjólfi ekki verið siglt í Landeyjahöfn síðan 24. nóvember 2012. Í dag er 10. febrúar 2013. Heyrst hefur að ákveðið sé að smíða nýja ferju, sem á að henta betur í Landeyjahöfn. Sú ferja á að vera 60 m löng og fimmtán metra breið, og rista 2,8 m. Áætlað er að hún taki 60 bíla. Ekki er gert ráð fyrir kojum.