Ein líkamsárás var í nótt úti á götu í Vestmannaeyjum. Tveimur mönnum sinnaðist úti á götu og brá þá annar þeirra hnífi og stakk hinn einu sinni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum fór betur en á horfðist og var gert að sárum hins stungna.