Búið er að draga í riðla 4. deildar í fótboltanum en KFS mun leika í þessari nýju, og neðstu deild Íslandsmótsins. Deildarskiptingu Íslandsmótsins var breytt fyrir komandi tímabil á þann veg að nú eru tíu lið í 3. deild, sem áður var neðsta deildin og riðlaskipt. KFS leikur í A-riðli ásamt átta öðrum liðum en riðlar 4. deildar eru þrír og liðin alls 25. Eftir riðlakeppni fer fram úrslitakeppni átta liða þar sem tvö efstu lið hvers riðils ásamt tveimur liðum með bestan árangur í 3. sæti komast í úrslit.