Um helgina fór fram ársþing KSÍ en við það tilefni voru veittar ýmsar viðurkenningar fyrir sumarið 2012. ÍBV fékk eina viðurkenningu en kvennlið félagsins fékk svokölluð Háttvísisverðlaunin í Pepsídeild kvenna. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ afhenti Guðnýju Óskarsdóttur í knattspyrnuráði kvenna bikar að því tilefni.