Á fundi bæjarráðs í dag lá fyrir stefna Vestmannaeyjabæjar á hendur kaupenda og seljanda útgerðarinnar Bergs-Hugins, þar sem þess er krafist að ógiltur verði með með dómi samningur um kaup og sölu á Berg-Huginn á grundvelli 12. gr. laga nr. 116/2006. Bæjarráð áréttar mikilvægi þessa máls fyrir samfélagið í Vestmannaeyjum enda um 10% af hagkerfi Vestmannaeyja að ræða og afar brýnt að allra leiða sé leitað í vörn fyrir samfélagið, eins og segir í bókun bæjarráðs.