Maður sem greinilega leið ekki vel var staddur á bar. Hann sat við borð og starði á glasið sitt, þegar stór og mikill svoli, leðurjakkagæi, merktum alræmdum mótorhjólaklúbbi, kemur inn á barinn, gengur beint að manninum, grípur glasið hans og sýpur úr því í einum teig.
„Og hvað ætlar þú að gera í þessu“ segir leðurjakkagæinn ógnandi, en maðurinn brestur í grát.
„Svona nú“ segir leðurjakkagæinn, „ég þoli ekki menn eins og þig sem væla, út af smáhlutum.“
„Þetta er versti dagur sem ég hef upplifað“ segir maðurinn við borðið.