Um klukkan hálf níu í morgun kallaði lögreglan í Vestmannaeyjum á aðstoð Björgunarfélagsins þar sem plötur voru að fjúka af húsi á Búhamri. Mikill vindur hefur verið í Eyjum í nótt og í morgun en í morgun fór meðalvindhraði í 34 metra á sekúndu á Stórhöfða og í 45 metra í mestu hviðunum.