Rétt fyrir klukkan tíu í morgun varð harður árekstur á horni Höfðavegar og Illugagötu þegar jepplingur og fólksbifreið skullu saman. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar hlaut höfuðhögg og var flutt á brott með sjúkrabifreið en meiðslin reyndust þó ekki alvarleg samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Fylgst verður þó með honum áfram því aldrei er of varlega farið þegar höfuðhögg eru annars vegar.