Loðnuskipin eru nú öll að hópast að Ingólfshöfða í von um að geta hafið veiðar í dag eftri brælu um helgina. Skipin þurftu meira og minna að halda sjó um helgina og fer nú að vanta loðnu í landvinnsluna. Loðnan heldur sig nú á grunnsævi og eu skipin mjög nálægt landi.