Árni Johnsen, þingmaður lagði fram spurningu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Árni beindi orðum sínum að at­vinnuvega- og nýsköpunarráðherra, Steingrími J. Sigfússyni og spurði hvort hann væri með lagasetningu í smíðum, sem tryggði forkaupsrétt sjávarbyggða. Eins og áður hefur komið fram, hefur Vestmannaeyja­bær lagt fram kæru vegna kaupa Síldarvinnslunnar á útgerð Bergs-Hugins.