Dýpkunarskipið Skandia sem flestir í Eyjum þekkja, hefur undafarnar vikur verið í slipp í Reykjavík, þar sem verið er að endurbæta skipið á ýmsa lund. M.a. er sett í það hliðarskrúfa. Þegar skipið kom fyrst til landsins var það í eigu Íslenska gámafélagsins er í vetur keypti Björgun skipið. Það hefur fengið nýtt nafn og heitir nú Dísa.