Kvennalið ÍBV lagði Fylki að velli í dag þegar liðin áttust við í næst síðustu umferð N1 deildarinnar. Lokatölur urðu 25:33 eftir að staðan í hállfeik var 11:17 en leikur liðanna fór fram í Árbæ. ÍBV var fyrir leikinn búið að tryggja sér þriðja sæti deildarinnar en í síðustu umferðinni, tekur ÍBV á móti Val.