Sigríður Lára Garðsdóttir, leikmaður ÍBV í knattspyrnu, skoraði eitt marka íslenska landsliðsins skipað leikmönnum 19 ára og yngri í sigri á Hollandi í dag. Leikurinn fór fram á La Manga á Spáni og er hluti af alþjóðlegu móti en leiknum lauk með sigri Íslands, 3:1.