Eins og greint var frá í morgun, brann rafmagnskassi í Foldahrauni fyrir hádegi sem varð til þess að rafmagnslaust varð í hverfinu um tíma. Annar rafmagnskassi brann svo nú fyrir skömmu og var slökkvilið Vestmannaeyja kallað á staðinn. Enginn eldur var í kassanum, sem er við Kirkjubæjarbraut en allt sem í honum var er sviðnað og gjörónýtt.