Í kvöld, klukkan 22:00 hefjast tónleikar með rokksveitinni Skálmöld í Höllinni. Skálmöld leikur rokk af bestu gerð og textarnir eru harla óvenjulegir enda fjalla þeir flestir um norræna goðafræði og íslenska fornsögu. Sveitin hefur gefið út tvær plötur, Baldur og Börn loka. Hér að neðan má hlusta á eitt laga Skálmaldar.