Bikardraumur ÍBV-liðs kvenna fauk út í veður og vind í dag, þegar liðið steinlá fyrir Val í Laugardalshöllinni í dag. ÍBV byrjaði leikinn ágætlega og liðið virtist vel stemmt. En það var stutt gaman skemmtilegt því Valur tók síðan öll völd á vellinum. Valur komst í 7-3 og hafði yfirburðastöðu í hálfleik, 16-9. Eitthvað hefur Svavar þjálfari ÍBV sagt vel valið við sitt lið í hálfleik, því þær komu grimmar til seinni hálfleiksins og náðu að minnka markamuninn niður í 3 mörk. Þá var sem sjálfstraustið væri þrotið, því það sem eftir lifði seinni hálfleiksins var Valssigur aldrei í hættu og sigur þeirra mjög verðskuldaður, 27-19 og öruggur.