Karlalið ÍBV sækir í kvöld Stjörnuna heim en leik liðanna var frestað á dögunum. Vægi leiksins er geysilega mikið enda geta Eyjamenn tryggt sér sæti í úrvalsdeild með því að vinna, og reyndar dugir jafntefli til. ÍBV er í efsta sæti með 33 stig en Stjarnan er í öðru sæti með 29. Garðbæingar geta aðeins jafnað ÍBV að stigum en fari svo að liðin verði jöfn að stigum eftir lokaumferðina um næstu helgi, gildir innbyrðis viðureign og þar myndu Garðbæingar hafa betur.