Fimm ára dvöl ÍBV í næst efstu deild lauk í kvöld þegar liðið lagði Stjörnuna að velli í Garðabænum 24:27. Þegar ein umferð er eftir, eru Eyjamenn með sex stiga forystu á Stjörnuna, sem er í öðru sæti. Árangur ÍBV í vetur er sérlega glæsilegur, enda hefur liðið aðeins tapað einum leik og það var í byrjun tímabilsins þegar liðið tapaði með einu marki gegn Víkingum á útivelli.