Markvörðurinn David James hefur gefið það sterklega í skyn að hann muni koma til Íslands og spila með ÍBV á komandi tímabili. Eins og margir vita hefur James tekið hálfgerðu ástfóstri við kvennalið Fylkis, sem er í æfingaferð í Bournemouth núna, og birti hann mynd af sér í keilu með liðinu á Twitter síðu sinni.