Einn helsti markaskorari kvennaliðs ÍBV í knattspyrnu, Kristín Erna Sigurlásdóttir, er með slitið krossband og mun ekki leika með liðinu í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍBV. ÍBV er nú á leið í æfingaferð til Valencia á Spáni og er Kristín Erna með í för en hún mun svo fara í aðgerð strax við komuna til landsins.