Heimaey VE 1, nýjasta skip Ísfélags Vestmannaeyja, er í slipp í Reykjavík. Að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðarstjóra Ísfélags Vestmannaeyja, eru ástæður þessa þær að ábyrgð skipsins rennur út fljótlega og venjan er að skoða skip rækilega við þau tímamót. Heimaey kom til landsins í apríl 2012 og var smíðuð í Síle.