„Ég hef verið atvinnumaður í 26 ár en nú tekur við nýr kafli á mínum ferli sem ég er mjög spenntur fyrir. Ég vildi spila með ÍBV á móti Víkingi Ólafsvík í fyrrakvöld en Hermann vildi það ekki þar sem ég var ekki búinn að skrifa undir samning. Það er komnar um átta vikur síðan ég spilaði leik síðast en ég er góðu líkamlegu formi. Ég hef aldrei spilað með liði utan Englands og það verður nýtt fyrir mig,“ sagði James við mbl.is eftir að hafa skrifað undir samning við Eyjamenn.