Eyjapeyinn Gunnar Þorsteinsson, sem hefur undanfarin misseri verið á mála hjá enska félaginu Ipswich, hefur verið orðaður við ÍBV. Þetta kemur fram á Fótbolti.net Gunnar er sonur Þorsteins Gunnarssonar, sem lék í marki ÍBV á árum áður en Gunnar er 19 ára miðjumaður og á tvo leiki að baki í efstu deild með Grindavík.