Heimir Hallgrímsson, aðstoðarlands­liðsþjálfari og fyrrum þjálfari og leikmaður ÍBV, hefur sem stuðningsmaður Liverpool og áhugamaður um ensku knattspyrnuna fylgst með ferli David James, sem verja mun mark ÍBV í sumar. Hann sér ekkert nema jákvætt við það að fá James í raðir ­Eyjamanna og lofar skemmtilegu sumri í boltanum.