Góðar og greiðar samgöngur eru undirstaða byggðar og forsenda eflingar og þróunar hennar. Þetta vita Eyjamenn enda eru góðar samgöngur þeim sérstaklega mikilvægar. Uppbygging Landeyjahafnar var að sönnu mikið framfaraskref í samgöngumálum Vestamannaeyja. En betur má ef duga skal. Land­eyja­höfn er ekki enn orðin heilsárs­höfn – því verður að breyta.