Karlalið ÍBV í knattspyrnu er nú í æfingaferð í Englandi en liðið hélt utan á þriðjudag. Liðið lék æfingaleik gegn varaliði Bournmouth í gær og hafði betur 0:2. Á vefsíðunni Eyjamenn.com kemur fram að Gunnar Már Guðmundsson hafi skorað fyrsta markið á 11. mínútu en James nokkur Freny, 25 ára frændi David James hafi svo bætt við marki þegar 15 sekúndur voru liðnar af síðari hálfleik.