Helgin var heldur betur tekin með trompi. Það var æfing á laugardagsmorgun en tapliðið af æfingunni þarf að fara í sjóinn í 10 mínútur. Eftir æfingu fórum við í hádegismat á hótelinu en þar var boðið upp á kjúklingapasta og laxa-risotto. Strákarnir fengu svo laugardagskvöldið til að fara út á lífið en kvöldið byrjaði í keilu. Eftir keiluna var farið á pöbb þar sem við borðuðum kvöldmatinn og byrjuðum kvöldið. Þegar farið var að líða á kvöldið var farið niður í miðbæ Bournemouth þar sem við vorum fram eftir kvöldi.