Með fullri virðingu fyrir þeim öllum, þá má sjá að flokkarnir nálgast skuldavandamál heimilinna og önnur stórmál með ærið misjöfnum hætti. Skoðum það aðeins.
Einn gamall og gróinn
Einn hinna ágætu flokka vill afnema almenna verðtryggingu, halda í krónuna og í núverandi kvótakerfi. Hann vill 20% leiðréttingu á húsnæðislánunum, en hefur ekki greint fá því ennþá, að ég hef lesið eða heyrt, nákvæmlega hvenær eða hvernig það muni gerast eða hverja það muni þá eiga við.