Portsmouth hafði betur gegn ÍBV í góðgerðarleik á Fratton Park í kvöld en allur ágóði leiksins rennur beint til enska félagsins, sem á í verulegum fjárhagsvandræðum. Lokatölur urðu 2:1 fyrir Portsmouth en staðan í hálfleik var 1:0. Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV kom inn á og var vel fagnað enda dáður af stuðningsmönnum Portsmouth. Ekki minnkaði gleðin þegar Hemmi skipti um búning og lék með Portsmouth síðustu fimm mínútur leiksins. Hermann var að lokum valinn maður leiksins.