ÍBV hafði sigur á FRAM, 19-18, í framlengdum þriðja leik undanúrslita N1-deildar kvenna í handknattleik í FRAMhúsinu í kvöld. Staðan í hálfleik venjulegs leiktíma var 8-7 fyrir ÍBV og jöfn, 16-16, að sextíu mínútum afloknum. Staðan í einvíginu er nú 2-1 fyrir Fram og fjórði leikurinn fer fram í Eyjum klukkan 15 á laugardag. Strax á upphafsmínútum leiksins í kvöld mátti sjá að brekkan yrði brött. Fram komst ekki blað fyrr en eftir u.þ.b. sex mínútna leik og þá voru farin forgörðum bæði góð færi og vítakast. Liðin fóru sér hægt í markaskorun, hvorugt þeirra hafði upp á margt spennandi að bjóða í sókninni, en varnir voru hins vegar þéttar og markverðirnir í ágætum ham, einkum Florentina í marki ÍBV.