Nýja flaggskipið í fiskiskipaflota Eyjamanna, Heimaey VE-1, kom til hafnar í vikunni með fyrsta kolmunnaaflann sem landað hefur verið í Vestmannaeyjum á þessu ári. Um borð voru 2.100 tonn af ágætis kolmunna.