Í gærkvöldi fór fram undankeppni í Söngkeppni framhaldsskóla en keppnin fer fram á Akureyri. Hólí Mólí eða FÍV strákarnir eru fulltrúar Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum í keppninni en sveitina skipa þeir Birgir Davíð Óskarsson, Guðbjörn Guðjónsson, Patrick Maximilian Rittmüller og Jón Þór Guðjónsson. Þeir tóku lagið Let’s get it started með Black eyed peas og komust áfram í aðalkeppnina í kvöld, sem verður í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins.