Þeir Birgir Davíð Óskarsson, Guðbjörn Guðjónsson, Patrick Maximilian Rittmüller og Jón Þór Guðjónsson í söngkvartettinum náðu markmiði sínu í Söngkeppni framhaldsskólanna. Aðalkeppnin var haldin í kvöld en þangað komust strákarnir með góðri frammistöðu í gær. Aðalkeppnin var í beinni útsendingu og svo fór að lokum að strákarnir, sem kalla sig Hólí Mólí, eða FÍV strákarnir, áttu vinsælasta lagið í keppninni.