Kvennalið ÍBV leikur í dag fjórða leik sinn í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta en leikurinn fer fram í Eyjum og hefst klukkan 15:00. Staðan í rimmu liðanna er 2:1 fyrir Fram en þrjá sigurleiki þarf til að komast áfram. Fram dugir því að vinna í dag til að komast í úrslit en ef ÍBV hefur betur, spila liðin hreinan úrslitaleik á heimavelli Fram um sæti í úrslitum Íslandsmótsins.