Herjólfi var siglt í fyrstu ferð í Landeyjahöfn en brottför frá Landeyjahöfn var svo klukkan 10:00. Í tilkynningu frá Eimskip, rekstraraðila Herjólfs, kemur fram að ágætar líkur eru fyrir siglingum í Landeyjahöfn í dag. Hins vegar sé ölduspá næstu daga enn óhagstæð.