Nú rétt í þessu var að ljúka blaðamannafundi með Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra þar sem hann kynnti áætlun um útboð á hönnun og smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju á Evrópska efnahagssvæðinu. Hönnunin verður boðin út sérstaklega og þegar hönnunarvinnu lýkur, verður smíðin boðin út. „Miðað er við að hönnunin verði boðin út í byrjun maí 2013, hún geti hafist í júlí og að henni ljúki í desember 2013,“ sagði Ögmundur á fundinum.