Skóladagur GRV – Hamarsskóla verður miðvikudaginn 24. apríl. Fjölbreytt dagskrá verður í boði sem nemendur og gestir geta tekið þátt í. Að venju hefst dagurinn í Íþróttahúsinu með lúðrablæstri Litlu lúðrasveitarinnar kl. 16:30 og danssýningu nemenda sem hefst kl. 16:45. Strax eftir danssýningu verður skólinn opnaður. Í stofum og á göngum skólans verður sýning á verkefnum nemenda.