Nú hyllir undir að langri törn við undirbúning kosninga ljúki. Ég vil þakka þeim gríðarlega fjölda fólks sem tekið hefur á móti mér og félögum mínum á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hlustað á og gefið okkur tækifæri til að kynna okkar málstað. Ég hef haft mikið yndi af þeim löngu en skemmtilegu ferðalögum sem ég hef lagst í. Hitt ykkur og tekið samtalið.