Það vakti athygli í gær þegar sást til manna við húsnæði Íslandsbanka í Vestmannaeyjum. Unnið var að viðgerð á klukku sem hefur verið utan á húsinu svo lengi sem elstu menn muna. Reyndar hefur það verið þannig síðasta áratuginn eða svo, að klukkan hefur ekki virkað. Það er kannski kaldhæðni örlaganna að klukkan stoppaði 15:57 eða þremur mínútum fyrir lokun bankans dags daglega.