Í Morgunblaðinu í dag er samantekt á hugsanlegri niðurstöðu Alþingiskosninganna ef miðað er við síðustu könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Í Suðurkjördæmi má búast við nokkrum breytingum samkvæmt könnuninni en í kjördæminu er Framsóknaflokkurinn stærstur. Samfylkingin tapar 18% fylgi í kjördæminu frá því í kosningunum 2009 og Vinstri græn ná ekki manni á þing í Suðurkjördæmi ef miðað er við könnunina.